Fara í efni  

Fjölgun íbúa á Akranesi

Frá Írskum dögum 2015
Frá Írskum dögum 2015

Íbúum á Akranesi hefur fjölgað á milli 1. og 2. ársfjórðungs en þeir voru 6.830 í lok júní síðastliðinn en voru 6.780 í lok mars síðastliðinn og 6.767 um síðustu áramót. Íbúafjöldi á Akranesi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og er sveitarfélagið það níunda fjölmennasta á landinu. Fasteignaverð hefur einnig farið hækkandi á Akranesi en samkvæmt Hagsjá Landsbankans sem tók saman þróun fasteignaverðs í fimm stærri bæjum landsins frá 3. ársfjórðungi 2008 fram á 4. ársfjórðung í fyrra þá kemur fram að verð á fermeter fasteigna á Akranesi hefur hækkað um 15 %.  Fasteignaverð hefur lækkað t.d. í Reykjanesbæ og Árborg á sama tíma en þar er þó nokkur íbúafjölgun einnig. Íbúðaverð hækkar jafnt og þétt í Reykjavík eða að meðaltali rúmlega 10 % á milli ára.

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00