Fara í efni  

Fjölbreytt starf í Fjöliðjunni á Akranesi

Fjöliðjan er vinnustaður þar sem boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Í Fjöliðjunni á Akranesi fer fram fjölbreytt vinna og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni. 

Meðal verkefna er framleiðsla á borðtuskum. Tuskurnar eru með 7 litaþemum og er hugsunin sú að hvert svæði vinnustaðar og/eða heimilis eigi sinn lit, þ.e.a.s. ein fyrir WC og ein fyrir eldhús o.s.frv. Tuskurnar eru úr 100% bómull og eru 35x70 cm að stærð. Tuskurnar eru seldar 5 saman í pakka og kostar hver pakkning 850 kr. Einnig fer þar fram endurvinnsla dósa og telja starfsmenn Fjöliðjunnar umbúðirnar.  Á hverju ári tekur starfsfólk Fjöliðjunnar á móti og telur á þriðju milljón umbúða. 

Fjöliðjan er staðsett á Dalbraut 10 og er hún opin alla virka daga frá kl. 8:00-11:45 og frá kl: 13:00-15:45. Vertu velkominn!


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00