Fara í efni  

Fjárhagsáætlun 2022 – kynningarmyndband

Akraneskaupstaður hefur útbúið kynningarmyndband á fjárhagsáætlun 2022. Í myndbandinu eru veittar upplýsingar um fjárhæðir sem ætlaðar eru til hinna ýmsu mála-flokka innan stjórnsýslunnar, þ.e. skipulags- og umhverfismál, menningar- og safnamála, skóla- og frístundamál, velferðar- og mannréttindamál, stjórnsýslu- og fjármál og atvinnu- og ferðamál.

Stefna bæjarins er að veita greinargóðar upplýsingar til bæjarbúa á einfaldan og skilvirkan máta þ.a. yfirsýn fáist yfir ráðstöfun fjármuna til rekstrar Akraneskaupstaðar á árinu 2022.

Vonast er til að með birtingu myndbandsins verði auðveldara fyrir fólk að glöggva sig á mismunandi kostnaðarliðum og einnig tekjum bæjarins.

Hér er hægt að horfa á myndbandið í heild sinni. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00