Fara í efni  

Deiliskipulagsbreytingar í Skógarhverfi

 Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 24. september 2019 að auglýsa breytingu eftirfarandi deiliskipulag Skógarhverfis:

 

Deiliskipulag Skógarhverfis 2. áfangi, breyting á skipulagsmörkum 

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september 2019 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að norðurhluti 2. áfanga deiliskipulags Skógarhverfis er felldur úr gildi. Mörk niðurfellingarinnar eru norðan Akralundar 41, Fjólulundar 9-13 og Álfalundar 26.

Hér má nálgast deiliskipulagsuppdrátt

 

Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3B, skólalóð 

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september að auglýsa nýtt deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3B, sem er stofnanalóð fyrir leik- og grunnskóla í Skógarhverfi, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Um er að ræða þriggja hektara skólalóð við Asparskóga. Gert er ráð fyrir ýmsum stofnunum s.s. leikskóla, grunnskóla og íþróttahúsi. Aðalaðkoma að lóðinni verður frá torgi í norðurhorni Asparskóga. Afmarkaður er stór byggingareitur fyrir einnar til þriggja hæða byggingar, ásamt kjallara. Nýtingarhlutfall miðast við allt að 10.000 m² heildarbyggingar magn.

Hér má nálgast deiliskipulagsuppdrátt og hér má nálgast greinagerð 

 

Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi   

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi 24. september að auglýsa nýtt deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfanga, sem nær yfir svæði milli Þjóðbrautar og Asparskóga, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Í fjórða áfanga er gert ráð fyrir lágri en þéttri byggð fjölbýlishúsa. Meginhluti húsanna verður tveggja hæða án bílakjallara og lyftu. Fimm hæða hús verður nyrst á skipulagssvæðinu. Fjöldi íbúða verði á bilinu 89-126.

Hér má nálgast deiliskipulagsuppdrátt og hér má nálgast greinagerð

 

 Tillögurnar verða til kynninga í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 31. október til og með 15.desember 2019.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sé tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 15. desember 2019. Skila skal ábendingum og athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00