Fara í efni  

Ágústa Rósa ráðin nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar

Á fundi sínum þann 27. mars sl. samþykkti bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að ráða Ágústu Rósu Andrésdóttur í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja á Akranesi. Staðan var auglýst í byrjun febrúar og voru 17 umsækjendur um stöðuna.

Ágústa er með B.A gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur frá árinu 2011 stýrt frístundaheimili við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ með farsælum hætti. Ágústa Rósa er fædd og uppalin á Akranesi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00