Fara í efni  

Suðurgata 22 - kynningarfundur vegna vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi

Vinnslutillaga að nýju deiliskipulagi Suðurgötu 22 verður kynnt á Dalbraut 4, 300 Akranesi, fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 17:00 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Vinnslutillaga sjá hér 

 Nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22 nær einungis til lóðarinnar Suðurgötu 22. Deiliskipulagstillagan felst m.a. í að byggja íbúðarhús með tveimur hæðum og rishæð á lóðinni. Hámarks fjöldi íbúða verði fjórar með nýtingarhlutfalli lóðar 0,75.

Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.

Hægt er að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum í gengum www.skipulagsgatt.is/issu/110, þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00