Fara í efni  

Elsta rakarastofa landsins á Akranesi

Rakarastofa Hinriks Haraldssonar.
Rakarastofa Hinriks Haraldssonar.

Hinrik Haraldsson, betur þekktur sem Hinni rakari, hefur rekið rakarastofu við Vesturgötu á Akranesi síðan 1. október árið 1965 eða í hálfa öld. Af því tilefni færði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Hinriki blómvönd fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Rakarastofan er elsta rakarastofa landsins sem hefur starfað í sama húsnæði en hún hefur verið rekin við Vesturgötuna í 78 àr. Þrír eigendur hafa starfrækt þar rakarastofu, Árni B. Sigurðsson frá árinu 1937, síðan tók Geirlaugur sonur hans við til ársins 1965 er Hinrik Haraldsson keypti aðstöðuna
og hóf rekstur stofunnar 1. október það ár. Húsið sem rakarastofan er rekin í var byggt í kringum 1924 og var fyrsta símstöð bæjarins rekin þar á árunum 1925-1934 af Valdísi Böðvarsdóttur. 

Akraneskaupstaður óskar Hinriki innilega til hamingju með daginn. 

Hinrik Haraldsson


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00