Fara í efni  

Danskur farkennari að störfum í grunnskólum Akraness

Um áramótin tók til starfa danskur farkennari í grunnskólum Akraness. Britta Junge er rúmlega sextug danskur kennari sem hefur verið á Íslandi síðan í ágúst til að efla dönskukennslu í grunnskólum landsins. Frá ágúst til desember starfaði hún í grunnskólum Snæfellsbæjar. Britta verður í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla frá janúar til loka maí. Hún hefur margra ára kennslureynslu og hefur mestmegnis kennt dönsku, ensku og sögu. Britta hefur ferðast víða og starfaði m.a. í Afríku í 16 ár. Britta á einn 19 ára son sem stundar nám í tónlist.

Verkefnið að fá danskan farkennara til starfa er sameiginlegt verkefni menntamálaráðuneytis Íslands og Danmerkur og hefur verið í gangi síðustu 20 árin. Á hverju ári koma til landsins tveir farkennarar og einn lektor til starfa í eitt ár. Fyrirkomulagið er þannig að annar kennarinn er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hinn fer til starfa út á landsbyggðina. Lektorinn starfar við Háskóla Íslands við dönskukennslu. Meginmarkmið verkefnisins er að efla dönskukennslu eins og áður segir í samvinnu við íslensku dönskukennaranna.

Britta kennir bæði í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og skiptir dögunum jafnt á milli. Í Brekkubæjarskóla hefur hún verið mest með 8.- 10. bekk en í Grundaskóla hefur hún verið, enn sem komið er í 10. bekk. Hún vinnur náið með dönskukennurunum í skólanum og kennarinn vinna saman að undirbúningi og námsleiðum. Britta segir að nemendurnir séu mjög áhugasamir og mjög hugrakkir að tala dönsku. Britta segir að vissulega megi finna viðhorf um að það sé gagnslaust að læra dönsku en hún segir " ef þú getur lært dönsku, getur þú einnig lært t.d. spænsku eða önnur tungumál". Hún segist sjálf vera að læra íslensku og í kennslustundum blandi þau saman íslensku og dönsku. Britta segir reyndar að íslenskan hennar veki oft mikla kátínu. Nemendurnir segja reyndar að íslenskan hennar sé að verða betri og hún geti sagt það sama um nemenduna, þeim fari stöðugt fram í dönskunni.

Britta segir að ekki sé mikill munur á íslenskum og dönskum nemendum og áskoranir ungmenna eru þau sömu. Eina sem líklega eitthvað öðruvísi er fjöldi nemenda í skólum sérstaklega í skólum utan höfuðborgarsvæðins. Britta segir að henni líði vel hérna á Akranesi og hún upplifi eins og hún sé heima.

Við bjóðum Brittu hjartanlega velkomna til okkar á Akranes!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00