Fara í efni  

Jaðarsbakkar: Skráning á vinnufund íbúa og dagskrá

Vinnufundur með íbúum á vegum skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar verður haldin fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17:00-19:00 að Garðavöllum.

Dagskrá:

  1. Upprifjun á stefnu sem gerð var fyrir svæðið og ætlunin er að endurspeglist í skipulagi þess.
  2. Basalt arkitektar fara yfir frumhönnun sína fyrir svæðið, ásamt nánari útfærslu eins og möguleika á snúningi vallar og umferð um svæðið.
  3. Íbúar vinna í nokkrum hópum á borðum með mismundani umræðuefni þar sem borðstjóri hefur umsjón með umræðum. Bæjarfulltrúar, ráðsmenn, starfsmenn Akraneskaupstaðar og fulltrúar frá Basalt arkitektum verða á staðnum og svara spurningum eftir þörfum. Markmiðið er að fanga skoðanir og ábendingar íbúa varðandi frumhönnun Basalt arkitekta þar sem umræðuefnin eru eftirfarandi:
    • Íþróttasvæðið
    • Sundlaug
    • Aðgengi á svæðinu
    • Hótel, heilsulind
    • Græna svæðið og Langisandur
  4. Unnin verður samantekt úr því efni sem verður til á fundinum og birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Markmiðið með fundinum er að fá veganesti frá íbúum inn í yfirstandandi skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum sem unnin er í samstarfi við Basalt arkitekta. Fyrirhugað er að reisa á svæðinu hótel og baðlón ásamt því að skipuleggja það til lengri tíma með áherslu á íþróttir, heilsu og aðgengi fyrir öll. Nánar er hægt að lesa um fyrirhugaða uppbyggingu á Jaðarsbökkum hér.  Skoða má hugmyndir Basalt arkitekta fyrir svæðið hér. og gögn um stefnumótunarvinnuna hér.

Vinnufundurinn er opin öllum íbúum á Akranesi. Börn eru velkomin en gert er ráð fyrir að yngri en 15 ára séu í fylgd með fullorðnum. Til að skipulagning fundarins takist sem best er óskað eftir að fólk skrái þátttöku fyrir hádegi miðvikudaginn 21. febrúar í rafræna skráningarformið hér fyrir neðan. Opið verður fyrir skráningu fram að fundi.

 

 Skráningarform fyrir vinnufund:  https://forms.office.com/e/t0X35M8c3X

Einnig er hægt að tilkynna þátttöku með því að hringja í síma 433-1000 eða senda póst á akranes@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00