Fara í efni  

Byggðasafnið í Görðum – tilnefningn til Íslensku safnaverðlaunanna

Greint hefur verið frá tilnefningum til Íslensku safnaverðlaunanna og er Byggðasafnið í Görðum eitt þeirra fimm safna sem tilnefnd hafa verið þar sem nú er í gangi grunnsýning um þróun lítils sjávarþorps á öldum áður til nútíma kaupstaðar. Sýningin byggist á frásögnum, myndum og munum og þykir afar vel heppnuð.

Félag íslenskra safna og safnamanna standa að Íslensku safnaverðlaununum. Þetta í 21. skipti sem þau eru afhent og fer afhendingin fram á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí n.k. í safnahúsinu við Hverfisgötu.

Í umsögn valnefndar stendur m.a:

,,Ný grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum er framúrskarandi verkefni þar sem faglegt safnastarf og vönduð úrvinnsla fara saman.‘‘


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00