Fara í efni  

Breytt tímasetning - Sementsstrompurinn felldur á hádegi þann 22. mars 2019

ATHUGIÐ

Vegna veðurs verður fellingu sementsstrompsins frestað um sólarhring, ný tímasetning er föstudagurinn 22. mars kl. 12.15.

Föstudaginn 22. mars næstkomandi klukkan 12:15 er áætlað að fella skorstein Sementsverksmiðjunnar. Miðast það við að undirbúningur gangi eftir en að öðrum kosti verður aðgerðinni frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar með um sólarhrings fyrirvara.

Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur,en neðri í suðvestur. Neðri hlutinn verður felldur nokkrum sekúndum eftir að efri hlutinn fellur  byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um upphaf aðgerðarinnar. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki að nýju sem merki um að hættan sé liðin hjá. Öryggissvæði við fellingu er hringur í 160 m fjarlægð umhverfis skorsteininn. Innan þessa svæðis má engin manneskja vera óvarin.

Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir hvar götum verður lokað fyrir fellingu. Sunnubraut, Merkigerði og Suðurgötu verður lokað um 30-60 mínútum fyrir aðgerðina. Faxabrautinni verður lokað frá morgni aðgerðardagsins. Einnig sýnir myndin öryggissvæðið umhverfis skorsteininn og þau svæði þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með aðgerðinni.

Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir um að yfirgefa hús sín. Íbúar þeirra húsa sem eru innan öryggissvæðisins en í tiltekinni fjarlægð frá aðgerðarstað verða beðnir um að  vera í skjóli frá gluggum, þegar felling verður.

Hættan við svona aðgerð er að það verði frákast, þ.e. fljúgandi steinar, þegar skorsteinninn fellur. Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðruvísi en áætlað er. Umfram allt er það öryggi allra sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteinsins og einnig að hafa gætur á gæludýrum sínum. 

Lokun svæða við fellingu sementsstrompsins

Mynd af öryggissvæði


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00