Fara í efni  

Breytingar á strætisvagnaleiðum þriðjudag til föstudag

Vegna lokana á Garðabraut og Esjubraut þarf að breyta akstri innanbæjarstrætós 3. - 6. október og stoppistöðvum. Tímatafla mun ekki standast vegna þessa.

 

Frístundastrætó ekur niður Þjóðbraut í stað Dalbrautar.

Stopp á merktri stoppistöð við Esjubraut (F5) verður framan við Arnardal til móts við stoppistöð til norðurs (F3).

Stopp á merktri stoppistöð við Dalbraut (F6) verður framan við Stillholt 23 (Kaja) til móts við stoppistöð (F2).

 

Leið 2 breytist vegna beggja lokana.

Vagninn ekur frá Esjutorgi norður Akranesvegar að Hausthúsatorgi, en ekki upp Þjóðbraut að Hausthúsatorgi.

Vagninn ekur norður Skarðsbraut, um Innnesveg og suður Þjóðbraut, í stað lokaðrar Garðabrautar við Faxatorg.

 

Leið 1 breytist vegna beggja lokana.

Seinni leið stoppar framan við Húsasmiðjuna í stað stoppistöðvar 18b á lokuðum hluta Esjubrautar.

Einnig stoppar leiðin við biðskýlið gegnt 18a í stað 18a við Bónus.

Vagninn ekur frá Hausthúsatorgi um Akranesveg, suður Smiðjuvelli í stað lokaðrar Esjubrautar.

Vagninn ekur norður Þjóðbraut, um Innnesveg og suður Skarðsbraut í stað lokaðrar Garðabrautar við Faxatorg.

 

Fyrri leið stoppar framan við Húsasmiðjuna í stað stoppistöðvar 18b á lokuðum hluta Esjubrautar.

Vagninn ekur suður Þjóðbraut, um Stillholt og norður Dalbraut í stað lokaðrar Esjubrautar.

Vagninn ekur norður Þjóðbraut, um Innnesveg og suður Skarðsbraut, í stað lokaðrar Garðabrautar við Faxatorg.

 

Frekari upplýsingar veitir þjónustuver Akraneskaupstaðar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00