Fara í efni  

Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017

Stækkun skólalóðar í Skógarhverfi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 24. september 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í stækkun skólalóðar (stofnanalóðar) S16 til norðurs, á kostnað íbúðasvæðis Íb13 sem er minnkað til samræmis við stækkun S16. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 13. september 2019.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs eða á netfangið skipulag@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00