Fara í efni  

Bókun bæjarráðs Akraness í tengslum við fyrirhugað umhverfismat á Vesturlandsvegi um Kjalarnes

Bæjarráð Akraness samþykkti svohljóðandi bókun á fundi sínum þann 27. júní síðastliðinn í tengslum við fyrirhugað umhverfismat á Vesturlandsvegi um Kjalarnes: 

„Skipulagsstofnun hefur tekið þá ákvörðun að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá 14. júní s.l. kemur fram að ákvörðun Skipulagsstofnunar geti tafið vegaframkvæmdir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes um að minnsta kosti ár í viðbót þar sem matsferli Skipulagsstofnunar feli í sér marga tímafreka þætti. Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa marg oft ályktað um mikilvægi vegaframkvæmda um Vesturlandsveg og vakið athygli á þeim lífshættulegu aðstæðum sem vegfarendum þar er boðið upp á. Því er mikilvægt að bæði Vegagerðin og Skipulagsstofnun tryggi að tafir verði sem minnstar á framkvæmdum vegabóta við Vesturlandsveg um Kjalarnes. Bæjarráð Akraness mun eins og áður halda áfram að fylgja þessu mikilvæga máli eftir og ítrekar að orð skuli standa.“


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00