Bláfánanum flaggað við Langasand í níunda skiptið
Akraneskaupstaður fékk í dag afhentan Bláfánann fyrir Langasand. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun í boði fyrir baðstrendur, ferðaþjónustubáta og smábátahafnir og þurfa umsækjendur sem hljóta Bláfánann að hafa staðist strangar kröfur á sviði umhverfismála, öryggis, fræðslu og samfélagslegrar ábyrgðar. Niðurstöður úttekta eru staðfestar af innlendri vottunarnefnd skipuð eru sérfræðingar hverjum á sínu sviði auk alþjóðlegrar vottunarnefndar sem tryggir sambærileg gæði á kröfum og úttektum um allan heim. Glöggir landsmenn sem ferðast hafa til Kanaríeyja hafa eflaust rekið augun í Bláfánann á þeim tæplega 40 ströndum sem þar eru vottaðar. Þær strandir eiga það sameiginlegt með Langasandi að mikið er lagt af mörkum til umhverfismála og þess að gæta öryggis notenda og vegfarenda. Það getur því borgað sig að fylgjast með hvar Bláfáninn blaktir við hún þegar velja á afþreyingu eða áningarstað við sjávarsíðuna.
Þetta er níunda árið sem Langisandur hlýtur Bláfánann. Það var bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Sævar Freyr Þráinsson sem tók við Bláfánanum úr hendi Ragnars Þórðarsonar frá Vottunarstofunni Túni ehf. sem fer með framkvæmd og eftirlit Bláfánans á Íslandi. Viðstaddir athöfnina voru börn úr leik- og grunnskólum Akraneskaupstaðar ásamt bæjarfulltrúum og starfsfólki Akraneskaupstaðar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember