Fara í efni  

Barnaþing í Þorpinu vekur verðskuldaða athygli

Í liðinni viku var svokallað Barnaþing haldið í Þorpinu. Þingið stendur yfir í þrjá daga, en þar koma saman nemendur í 5.-10. bekk úr báðum grunnskólum og Fjölbrautaskóla Vesturlands til að ræða mikilvæg málefni sem varða börn, ungmenni og samfélagið á Akranesi.

Í ár mætti Landinn í heimsókn á síðasta degi Barnaþingsins og hitti nemendur í 9.-10. bekk,  en umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Neðst hér í fréttinni má svo sjá myndband af því þegar við litum inn á öðrum degi þingsins og hittum nemendur í 7. og 8. bekk.

Meðlimir í ungmennaráði Akraness stýra umræðum og nemendur í FVA eru ritarar. Í kjölfar Barnaþings skoðar ungmennaráðið niðurstöður og fer með helstu áherslur Barnaþings á bæjarstjórnarfund unga fólksins. Bæjarstjórn ber svo skylda til að bregðast við erindum og koma upplýsingum til ungmennaráðs og bæjarfélagsins um framvindu mála.

Óhætt er að segja að líflegar umræður hafi skapast og fjölmargar hugmyndir fæðst, til dæmis um námskeið í hönnun og skylmingum, tónleika á Írskum dögum og starfsmann í grunnskólum sem nemendur gætu leitað til ef þeim líður illa.

Ýmis dæmi eru um að bæjarstjórn hafi komið óskum barnanna í framkvæmd eftir þing fyrri ára. Ný sleðabrekka bæjarbúa við golfvöllinn er eitt dæmi um slíkt.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00