Bakvarðasveit í velferðarþjónustu
Útbreiðsla Covid-19 getur orðið til þess að erfitt verði að manna þjónustu sem ekki má falla niður og skapað þannig álag á vissum starfstöðvum. Mikilvægt er að tryggja þjónustu og aðstoð við viðkvæmustu hópana og því ákváðu Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga að vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.
Leitað er til starfsfólks í velferðarþjónustu sem og annarra áhugasamra aðila til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu út um allt land. Óskað er eftir liðsinni úr hópi almennra starfsmanna auk félagsliða, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraliða, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem eru reiðubúin að koma tímabundið til starfa í velferðarþjónustunni með skömmum fyrirvara. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði.
Félagsmálaráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig í tímavinnu, hlutastarf eða fullt starf allt eftir því hvað hentar viðkomandi. Laun taka mið af kjarasamningi/stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á þeirri starfstöð sem um ræðir hverju sinni.
Við viljum hvetja fólk sem hefur tök á að skrá sig í bakvarðasveitina og byggja upp bakverði um allt land.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember