Fara í efni  

Bætt og aukin þjónusta við farþega Akranesferjunnar sem gengur á milli Akraness og Reykjavíkur

Mikill metnaður er í forsvarsmönnum Sæferða og Eimskips sem eru rekstraraðilar Akranesferjunnar að efla þjónustu eftir ábendingar Akraneskaupstaðar sem og þeirra sem hafa nýtt ferjuna eða hafa hug á að nota hana. Því verða gerðar breytingar á tímaáætlun Akranes ferjunnar frá og með miðvikudeginum 19. júlí n.k., til að koma til móts við óskir farþega. Einnig mun verða gerð tilraun með að hafa helgarsiglingar á milli Akranes og Reykjavíkur eins og taflan sýnir.

Virka daga

Reykjavík 07:00 10:00 14:00 17:15
Akranes 07:45 11:00 15:00 18:00

Laugar- og sunnudaga

Reykjavík 10:00 17:00
Akranes 11:00 18:00

Í ágúst verða gerðar tilraunir með kvöldsiglingar um helgar en dags- og tímasetning þeirra ferða verða kynntar síðar. Jafnframt er ánægjulegt að samstarf hefur náðst við Strætó í Reykjavík um að nú geta farþegar Akranesferjunnar notað farseðil sinn samdægurs sem skiptimiða. Þeir sem eru með klippikort í ferjuna fá dagsettan miða um borð til að nota sem skiptimiða í strætó. 

Uppfærð frétt: 17. júlí 2017:

Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar kom fram að breyttir tímar og viðbótarferðir hæfust mánudaginn 17. júlí en nú er staðfest að breyttar tímasetningar gilda frá 19. júlí. Jafnframt er vakin athygli á að fyrsta ferð frá Akranesi og síðasta ferð frá Akranesi er með breyttum tíma frá upprunalegri frétt.

Tímatöflur hér að ofan eru því réttar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00