Fara í efni  

Bæjarráð samþykkti að Akralundur 30 færi til úthlutunar á vef

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. september sl. að einbýlishúsalóðin Akralundur 30 færi til úthlutunar á lóðavef Akraneskaupstaðar,  sjá nánar bókun ráðsins hér að neðan:
 
„Einbýlishúslóðinni Akralundur 30 hefur verið skilað inn. Það var gert eftir að umsóknarfrestur var runninn út vegna úthlutunarinnar sem framkvæmd var þann 16. september síðastliðinn og því ekki unnt að hafa hana með þar.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið. Fundarmenn gera ekki athugasemd við ákvörðunina.

Bæjarráð samþykkir að byggingarlóðin Akralundur 30 fari til úthlutunar á lóðavef Akraneskaupstaðar og að úthlutun verði með hefðbundnum hætti samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða. Lóðin verði sett á vefinn mánudaginn 11. október næstkomandi kl. 12:45."

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00