Fara í efni  

Bæjarráð lýsir yfir óánægju með reglugerð um strandveiðar

Á fundi bæjarráðs í gær, 28. júlí var farið yfir bréf frá Sæljóni, félagi smábátaeigenda á Akranesi. Í bréfinu er skerðingu um 200 tonn  á D svæðinu, sem nær frá Höfn í Hornafirði að Mýrum, mótmælt harðlega. Bæjarráð tekur undir áhyggjur smábátaeigenda á Akranesi og sendi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svohljóðandi bókun: ,,Strandveiðar hafa undanfarin sjö sumur verið jákvæð viðbót í útgerð á Íslandi og auðgað starfsemi fjölda hafna um land allt. Það á einnig við um Akraneshöfn og starfsemi Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi. Bæjarráð Akraness lýsir því yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka aflamagn á strandveiðisvæði D, frá sveitarfélaginu Hornafirði að Borgarbyggð, um 200 tonn fyrirvaralaust. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og er þess krafist að ráðherra endurskoði reglugerð um strandveiði fyrir fiskveiðiárið 2015 til 2016 og auki veiðiheimildir á strandveiðisvæði D til fyrra horfs".


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00