Fara í efni  

Bæjarlistamaður Akraness 2022

Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og safnanefndar, Hallgrímur Ólafsson bæjarlistamaður A…
Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og safnanefndar, Hallgrímur Ólafsson bæjarlistamaður Akraness 2022, Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness.

Hallgrímur Ólafsson ,,Halli Melló´´ var í dag útnefndur ,,Bæjarlistamaður Akraness árið 2022.‘‘

Hallgrímur er fæddur og uppalinn á Akranesi, hann gekk í Grundaskóla á æskuárunum og fór þaðan í FVA en var rekinn þaðan fyrir einstaka hæfileika í að eyða tíma í skipulagningu viðburða nemendafélagsins á skólatíma.

Þrátt fyrir brösótt gengi í FVA lauk hann prófi í leiklist frá listaháskóla Íslands 2007 og vann síðan með leikfélagi Akureyrar 2007-2008 og í Borgarleikhúsinu 2008-2014.

Hallgrímur hefur síðan starfað með Þjóðleikhúsinu frá árinu 2014.

Á leikferlinum hefur hann leikið í hátt í 40 leiksýningum frá útskrift en einnig í ótal sjónvarpsþáttum og bíómyndum og fengið tilnefningu til Eddunnar fyrir leik sinn í Gullregni.

Sem tónlistarmaður hefur Hallgrímur komið fram undir listamannsnafninu Halli Melló og honum til heiðurs hefur Leiklistaklúbbur fjölbrautaskólans fengið nafnið „Melló“ þar sem Hallgrímur hefur margoft sinnt leikstjórn m.a. á sýningunum Draumnum, Grease, Gauragangi og fleiri sýningum.

Hallgrímur er stoltur Skagamaður og hefur alltaf verið tilbúinn að koma í sinn gamla heimabæ til að sinna ýmsum verkefnum s.s að vera viðburðastjóri Írskra daga og að koma fram við hin ýmsu tækifæri.

Það er óhætt að segja að hann hafi lagt sitt á vogaskálarnar fyrir menningu og list á Akranesi og er því vel að þessari nafnbót kominn.

Hallgrímur Ólafsson – innilegar hamingjuóskir með nafnbótina Bæjarlistamaður Akraness 2022.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00