Fara í efni  

Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Flóahverfi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 12. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Flóahverfi, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi

Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitur A11 er stækkaður um 3,5ha. Gróðurbeltum er breytt til samræmis, sýndar eru tengingar svæðisins við megin gatnakerfi og tenging við iðnaðarsvæði I15. Flutningslína raforku, jarðstrengur er sýnd norðan Akrafjallsvegar og austan Flóahverfis að sveitarfélagamörkum.

Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að gatnakerfið er stækkað, lóðastærðum er breytt og lóðum fjölgað. Stígar umhverfis svæðið og gróðurbelti sýnd til leiðsagnar. Nýtingarhlutfalli lóða er breytt.

Breytingatillögurnar verða til kynninga í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 5. mars n.k. til og með 28. apríl 2019.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til 28. apríl nk. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.

 Hér að neðan má sjá skipulagsuppdrætti ofangreinds aðal- og deiliskipulags.

Aðalskipulag      Deiliskipulag

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00