Fréttir
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
12.09.2018
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
Lesa meira
Alheimshreinsun 15. september (World Cleanup Day)
12.09.2018
Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunardagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi. Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkara hreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi en þennan dag
Lesa meira
Tilkynning um lokun Ketilsflatar að Garðalundi
12.09.2018
Vegna gatnaframkvæmda verður lokað fyrir umferð um hluta Ketilsflatar frá Þormóðsflöt að vegi inn að Garðalundi. Lokunin tekur gildi frá miðvikudeginum 12.september og varir í allt að 4 vikur. Útbúin hefur verið hjáleið um safnasvæðið, sjá. meðfylgjandi mynd með fréttinni.
Lesa meira
Berglind Helga Jóhannsdóttir nýr persónuverndarfulltrúi Akraneskaupstaðar
10.09.2018
Berglind Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin persónuverndarfulltrúi Akraneskaupstaðar. Staðan var auglýst í júlí síðastliðnum og voru umsækjendur 12 talsins en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Lesa meira
Dagforeldrar á Akranesi og hækkun á niðurgreiðslum vegna fjölbura
10.09.2018
Nú þegar haustið er að ganga í garð er líf og fjör í leik- og grunnskólum bæjarins og á það einnig við um hjá dagforeldrum á Akranesi. Enn eru laus pláss hjá nokkrum dagforeldrum. Bæjarráð samþykkti þann 30. ágúst sl. hækkun á niðurgreiðslum vegna fjölbura.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 11. september
07.09.2018
1278. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Lýðheilsugöngur í september á Akranesi – komdu út að ganga!
03.09.2018
Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göngum fyrir göngugarpa. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00
Lesa meira
Tilkynning um tímabundna lokun Ketilsflatar
03.09.2018
Vegna framkvæmda verður lokað fyrir umferð um hluta Ketilsflatar frá þriðjudeginum 4. september í allt að eina viku fram til 11. september. Um er að ræða gatnagerð við Ketilsflöt frá gatnamótum upp að Garðalundi.
Lesa meira
Laus störf í liðveislu hjá Akraneskaupstað
29.08.2018
Laus störf
Um er að ræða hlutastörf í liðveislu við börn og fullorðna. Helstu markmið liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoða fólk við að njóta menningar og félagslífs.
Lesa meira
Fyrsta skóflustungan tekin á byggingu nýs fimleikahúss á Akranesi
28.08.2018
Í dag þann 27. ágúst fengu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness og Guðmundur Claxton formaður Fimleikafélags Akraness þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýju fimleikshúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember