Fara í efni  

Berglind Helga Jóhannsdóttir nýr persónuverndarfulltrúi Akraneskaupstaðar

Berglind Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin persónuverndarfulltrúi Akraneskaupstaðar.Berglind Helga Jóhannsdóttir Staðan var auglýst í júlí síðastliðnum og voru umsækjendur 12 talsins en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Berglind Helga lauk B.Sc í lögfræði frá Syddansk Universitet í Óðinsvéum og síðar meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur fjölbreytta reynslu af lögfræðistörfum, m.a. á lögfræðisviði Landsbankans og sem ritari fagráðs bankans. Hún gengdi einnig starfi löglærðs fulltrúa hjá Sýslumanninum á Akranesi,  sem síðar varð Sýslumaðurinn á Vesturlandi.

Berglind Helga hefur störf þann 10. september og bjóðum við hana velkomna til starfa. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00