Fara í efni  

Fréttir

Hallbera fjallkona á Akranesi

Glæsileg hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna fer fram á Akranesi í dag. Í morgun var bæjarbúum boðið upp á þjóðlega dagskrá við Byggðasafnið í Görðum og eftir hádegi var skrúðganga ...
Lesa meira

Framkvæmdir á Breið

Um þessar mundir er unnið að því að þökuleggja útvistarsvæðið við Breið í samræmi við hönnun Landslags ehf. Þökulagt er beggja megin við timburbryggjuna og meðfram veginum út að Hafbjargarhúsinu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í næstu viku.
Lesa meira

Skólastjórar kvaddir

Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi voru kvödd af bæjarstjóra og samstarfsfélögum í hópi sviðsstjóra og forstöðumanna í gær, miðvikudaginn 15. júní.
Lesa meira

Guðmundur Óli Gunnarsson nýr skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 13. júní að ráða Guðmund Óla Gunnarsson í stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi.
Lesa meira

Kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016

Forsetakosningar fara fram 25. júní n.k. Kjörskrá hefur verið lögð fram í bæjarstjórn og samþykkt. Kjörskráin er opin almenningi til skoðunar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, á skrifstofutíma f.o.m. 15. júní fram til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er...
Lesa meira

Dagskrá 17. júní á Akranesi

Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní. Dagurinn hefst með þjóðlegum morgni á Byggðasafninu þar sem gestir í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning. Sýningin Brúðir opnar í Guðnýjarstofu og ýmislegt verður gert fyrir börnin, s.s. andlitsmálun og teymt verður undir börnin.
Lesa meira

Laust starf deildarstjóra skóladagvistar í Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli auglýsir laust starf deildarstjóra skóladagsvistar. Um er að ræða 75% stöðu sem er laus frá 1. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira

Laust starf leikskólakennara í leikskólanum Teigaseli

Leikskólakennara óskast til starfa í leikskólann Teigasel. Um er að ræða 100% stöðu til fastráðningar sem er laus frá 8. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Lesa meira

Laust starf leiðbeinanda í leikskólanum Garðaseli

Laus er til umsóknar 50 % starf leiðbeinandi í afleysingar. Vinnutími er frá kl. 9.00-13.00 og er staðan laus frá og með 8. ágúst 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og stéttarfélaga leiðbeinenda.
Lesa meira

Antikmarkaður og húllafjör á Akratorgi

Það er margt um að vera á Akranesi um helgina. Á Akratorgi á laugardag verður Antikmarkaður frá kl. 12 - 16. Ef þú hefur gaman af gömlum hlutum þá er um að gera sér ferð á Akratorg. Á torginu verður einnig námskeið í hvernig á að húlla eins og meistari frá kl. 14 - 16, endilega kíktu og lærðu þessa tignarlegu list.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00