Fréttir
Laust starf byggingarfulltrúa
16.10.2015
Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Lesa meira
Viðhald og viðgerðir gamalla húsa
14.10.2015
Námskeið fyrir húsasmiði og áhugamenn um húsavernd verður haldið í Byggðasafninu í Görðum 23. - 24. október næstkomandi. Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum. Fjallað er um undirstöður og burðarvirki og farið yfir frágang bæði utan- og innanhúss.
Lesa meira
Á fimmtudaginn málum við bæinn bleikan
14.10.2015
Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætla að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 15. október. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins (Stillholti 16-18) kl. 18.00 og gengið verður niður að Akratorgi. Trommusveitin fer fyrir göngunni og að sjálfsögðu eru allir hvattir til
Lesa meira
Bæjarstjórn Akraness óskar eftir frekari upplýsingum frá HB Granda
13.10.2015
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag var tekið fyrir erindi frá skipulags- og umhverfisráði Akraness vegna erindis HB Granda um breytingu á deiliskipulagi Breiðargötu 8, 8A og 8B.
Lesa meira
Vetrarfrí í grunnskólum Akraneskaupstaðar
13.10.2015
Vakin er athygli foreldra á Akranesi að frá og með 15. til 19. október er vetrarfrí í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Skólakennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. október.
Lesa meira
Umsögn Akraneskaupstaðar vegna fjárlagafrumvarps 2016
13.10.2015
Í umsögn Akraneskaupstaðar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016 eru lífeyrisskuldbindingar Höfða settar á oddinn ásamt samgöngumálum og mannvirkjum á Sementsreit. Í umsögninni er þess krafist að lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila með sveitarfélagaábyrgð verði leiðréttar tafarlaust en eitt
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 13. október
09.10.2015
1220. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Laus staða á Sambýlinu að Laugarbraut
09.10.2015
Laus er til umsóknar um 50% staða á Sambýlinu að Laugarbraut frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið felur í sér stuðning við einstaklinga með fötlun í athöfnum daglegs lífs, á heimili þeirra og við tómstundir. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum (aðra hverja helgi).
Lesa meira
Viðgerð við heita potta lokið í Jaðarsbakkalaug
09.10.2015
Í dag, föstudaginn 9. október voru allir heitir pottar lokaðir vegna viðgerðar á síukerfi pottanna. Viðgerð er lokið og eru pottarnir komnir í notkun.
Lesa meira
Akraneskaupstaður innleiðir eigið eldvarnaeftirlit
06.10.2015
Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit í öllum stofnunum sínum 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Eldvarnafulltrúar munu héðan í frá annast reglulegt eftirlit með eldvörnum hver í sinni stofnun samkvæmt leiðbeiningum og gátlistum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið og...
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember