Fara í efni  

Á fimmtudaginn málum við bæinn bleikan

Við vígslu ljósabúnaðar á Akratorgi í október árið 2014.
Við vígslu ljósabúnaðar á Akratorgi í október árið 2014.

Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætla að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 15. október. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins (Stillholti 16-18) kl. 18.00 og gengið verður niður að Akratorgi. Trommusveitin fer fyrir göngunni og að sjálfsögðu eru allir hvattir til að klæðast einhverju bleiku. Allir sem taka þátt í göngunni fá happdrættismiða að gjöf.

Skemmtidagskrá á Akratorgi

 • Ávarp baráttukonu
 • Slaufuberi félagsins árið 2015
 • Rakel og María taka lagið
 • Happadrættisvinningar
 • Margrét Saga og Marínó flytja létta tóna

Krabbameinsfélagið verður með heitt kakó til sölu fyrir framan gamla Landsbankahúsið og rennur allur ágóði beint til félagsins.

Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara - sjáumst bleik á Akratorgi!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00