Fara í efni  

Ályktun á Haustþingi SSV: Skorað á viðskiptavini VÍS að endurskoða viðskipti við fyrirtækið

Akraneskaupstaður vekur athygli á ályktun sem samþykkt var á haustþingi SSV í dag þar sem skorað er á viðskiptavini VÍS að endurskoða viðskipti við fyrirtækið og var birt á vef Skessuhorns rétt í þessu:

Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga að endurskoða viðskipti sín við tryggingafélagið VÍS. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákvörðun stjórnar VÍS og stjórnenda fyrirtækisins að loka fjölda þjónustustaða fyrirtækisins á landsbyggðinni strax um næstu mánaðamót. Það þýðir að tryggingarumboð VÍS sem og þjónustuaðilar á fjölmörgum stöðum, svo sem í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, hætta starfsemi. Umboðsskrifstofum VÍS á Akranesi og Borgarnesi verður einnig lokað og þær sameinaðar skrifstofu VÍS í Reykjavík.

Í ljósi þessa lýsir haustþing SSV yfir vonbrigðum með þessar fréttir og skorar á viðskiptavini VÍS að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.

Ályktun haustþings SSV sem samþykkt var rétt í þessu er svohljóðandi:

„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.“


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00