Fara í efni  

Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2023

Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2023 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga hafa verið gefnir út. Gjalddagar fasteignagjalda sem eru umfram kr. 25.000 fyrir árið 2023 eru 15. hvers mánaðar frá janúar til og með október. Gjalddagi fasteignagjalda sem eru undir kr. 25.000 er 15. apríl. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu.

Nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00