Fara í efni  

Vefur Akraneskaupstaðar tilnefndur til vefverðlauna SVEF

Vefur Akraneskaupstaðar sem settur var í loftið í september á síðasta ári hlaut tilnefningu til vefverðlauna SVEF sem besti opinberi vefurinn. Það er sjö manna dómnefnd sem vefakademían skipar á hverju ári sem velur fimm vefi í 15 flokkum og í ár bárust um 150 tilnefningar í heildina. Aðrir vefir sem eru tilnefndir í sama flokki og vefur Akraneskaupstaðar eru vefir Lögreglunnar, Rannís, Samgöngustofu og Markaðsstofu Vestfjarða.

Það er fyrirtækið Stefna sem hannaði vefinn í samstarfi við Akraneskaupstað en Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri leiddi vinnuna fyrir hönd kaupstaðarins. Verðlaunaafhendingin fer fram föstudaginn 30. janúar í Gamla Bíó í Reykjavík.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00