Akraneskaupstaður skilar fyrst sveitarfélaga stafrænni húsnæðisáætlun til HMS
Akraneskaupstaður varð í dag fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að skila stafrænni húsnæðisáætlun til HMS. Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila miðað við mismunandi sviðsmyndir varðandi íbúafjölgun. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna.
Vinna við stafrænu húsnæðisáætlunina á upphaf sitt að rekja til viljayfirlýsingar um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt sem var undirrituð af þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni, Soffíu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra leigufélagsins Bríetar, Hermanni Jónassyni forstjóra HMS og Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra Akraneskaupstaðar þann 22. desember 2020. Verkefnið er eitt af sjö verkefnum sem viljayfirlýsingin nær til og snýr að eflingu stafrænnar stjórnsýslu í húsnæðis- og byggingarmálum.
Á yfirstandandi ári hefur HMS unnið að þróun kerfis fyrir húsnæðisáætlanagerð sveitarfélaga landsins og hafa starfsmenn Akraneskaupstaðar verið samstarfsaðilar á þeirri vegferð. Áætlunum skal nú skilað stafrænt og á stöðluðu formi bæði til að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra og ekki síður til að auðvelda samanburð milli sveitarfélaga. Samanburðarhæfar húsnæðisáætlanir bæta yfirsýn yfir stöðu og horfur á húsnæðismarkaði. Með aukinni stafrænni stjórnsýslu á sviði húsnæðis- og byggingarmála má gera ráð fyrir að íbúðaspá muni á næstu árum eflast og þar munu húsnæðisáætlanir verða mikilvægasta tæki stjórnvalda til að taka ákvarðanir sem snúa að húsnæðismarkaði.
Í þeirri áætlun sem hér lítur dagsins ljós má nefna sérstaklega að kaupstaðurinn hefur takmarkaðar upplýsingar um einstaka atriði eins og fjölda á biðlista eftir leiguhúsnæði fyrir eldri borgara og því þarf að skoða þau gögn með þeim fyrirvara. Miðspá íbúaþróunar miðast við 2,2% vöxt íbúa á hverju ári sem er í takt við þróun undanfarinna ára. Háspá tekur hins vegar mið af úthlutuðum lóðum og áformum Akraneskaupstaðar um lóðaúthlutanir á næstu árum. Því má sjá að fyrirætlanir kaupstaðarins um uppbyggingu anna eftirspurn m.v. háspá en eru vel ríflegar m.v. miðspá. Ef rýnt er í áætlanir varðandi leikskóla má sjá að áætlanir um uppbyggingu munu anna eftirspurn til næstu 10 ára m.v. miðspá íbúaþróunar en svo er ekki ef háspá verður að veruleika. Þá má jafnframt sjá að huga þarf að því með hvaða hætti sveitarfélagið þurfi að bregðast við fjölgun í grunnskólum en m.v. núverandi áætlanir um uppbyggingu verður komin umframþörf sem nemur 98 nemendum árið 2026 m.v. háspá en sem nemur 101 nemanda árið 2031 gangi miðspá eftir. Húsnæðisáætlun verður endurskoðuð árlega.
Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 aðgengileg hér að neðan.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember