Fara í efni  

Akraneskaupstaður mótar menntastefnu

Mótun menntastefnu Akraneskaupstaðar hófst í byrjun árs 2020 og er tilgangur verkefnisins er að skapa breiða samstöðu til framtíðar um mikilvægustu markmiðin í skóla- og frístundastarfi á Akranesi. Jafnframt að móta aðgerðaráætlun sem styður við innleiðingarferlið.Gert er ráð fyrir að sú menntastefna sem nú er í mótun gildi til ársloka 2026.

Lykilspurningar vegferðarinnar eru:

Hvert stefnir Akraneskaupstaður en þar kemur fram sýn og metnaður bæjarfélagsins. Hverjar eru lykilstoðir í skóla- og frístundastarfi og hvernig náum við að þeim markmiðum sem stefnt er að. Hvernig og hvar mun Akraneskaupstaður veita þjónustu, hvernig á að efla mannauðinn, hvernig er hægt að bæta ferla, hvernig ætlum við að nýta tækni til að styðja við árangur, hvernig metum við árangur og hvernig tryggjum við gæði með áframhaldandi styrkri stjórnun.

Skipaður var stýrihópur sem samanstendur af fulltrúum frá ungmennaráði, leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólanum, félagsmiðstöðinni og skóla- og frístundasviði. Jafnframt frékk Skóla- og frístundasvið ráðgjafarfyrirtækið KPMG til liðs við sig við vinnuferlið. Þeirra hlutverk er að vera til aðstoðar við allt verkferlið s.s. töku viðtala, stjórnun á vinnustofum og við samantekt á gögnum og kynningu.

Við mótun menntastefnunnar er gert er ráð fyrir víðtæku samráði við börn, ungmenni, starfsmenn, stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Einnig er gert ráð fyrir samráði við foreldra og aðra íbúa á Akranesi.

Í upphafi verkefnins tóku fulltrúar KPMG viðtöl við valda einstaklinga innan bæjarins til þess að afla lykilupplýsinga sem nýtta voru til að móta vinnuferlið. Eftir viðtöl og rýningu ýmissa gagna var ákveðið að ferlið taki mið af þremur megin þáttum: Lærdómssamfélagið Akranes - Þekking og færni - Umgjörð skóla- og frístundastarfs

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur áætluðum rýnifundum því miður seinkað en þann 20. september síðastliðinn var haldinn fyrsti stóri samráðsfundurinn. Þar komu saman rúmlega 60 starfsmenn skóla- og frístundastarfs og veltu fyrir sér lykilþáttum í mótun menntastefnunnar þar sem áhersla er lögð á styrkleika í starfi okkar og sóknarfærum. Fjörugar umræður sköpuðust með virkri þátttöku allra en á næstu vikum mun vinnan halda áfram með fleirum hagaðilum.

Um miðjan október verður opnuð vefgátt þar sem öllum íbúum Akraneskaupstaðar gefst kostur á að taka virkan þátt í mótun menntastefnunar og þannig haft áhrif á framþróun okkar góða samfélags.

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00