Fara í efni  

Akraneskaupstaður kemur best út í samanburði á fjárhagsstöðu stærstu sveitarfélaganna

Samtök atvinnulífsins gáfu út í dag þann 9. maí 2018 greiningu um samanburð á rekstri tólf stærstu sveitarfélaga landsins undir heitinu „Betur má ef duga skal“. Þar á meðal er Akraneskaupstaður ásamt Seltjarnarnesi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Akureyri, Fjarðarbyggð, Vestmannaeyjum, Árborg, Mosfellsbæ, Kópavogi og Reykjavík.

Niðurstaða samanburðarins er að þrjú sveitarfélög skera sig úr en það eru Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær og er Akranes þar í efsta sæti. Öll sveitarfélögin eiga það sameignlegt að vera lítið skuldsett og með sterka eiginfjárstöðu.

Á heimasíðu samtakanna (sjá hér) segir að þegar rekstur sveitarfélaganna er borin saman kemur í ljós að þau sem koma best út taka hlutfallslega minnst til sín í formi skattheimtu og er ódýrast að búa á Akranesi með tilliti til skatta og gjalda. Einnig mælist ánægja íbúa með leik- og grunnskóla mest í þeim sveitarfélögum sem koma best út úr rekstrarsamanburðinum og er Akranes þar í þriðja sæti og í öðru sæti á landinu hvað varðar ánægju íbúa.

„Við fögnum gríðarlega að sjá svona samanburð sem veitir okkur staðfestingu um það sem er í gangi í okkar samfélagi. Síðastliðnu ár hefur átt sér stað mikil uppbygging á Akranesi, íbúum hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir um og hefur þjónustustig bæjarins haldist, ef ekki gott betur“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Niðurstaða greiningarinnar er aðgengileg hér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00