Fara í efni  

Styrkur fyrir hönnun á bættu aðgengi og sturtuaðstöðu á Langasandi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt Akraneskaupstað styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 4,5 milljónir króna, vegna verkefnisins „Aðgengi á Langasand“. Alls fengu 28 verkefni styrk úr framkvæmdasjóðinum í ár fyrir samtals 550 milljónir króna.

Markmið Akraneskaupstaðar með umsókninni er að bæta aðgengi fyrir öll að Langasandi og styðja við uppbyggingu ferðamannastaða á Akranesi.

Styrkveitingin til Akraneskaupstaðar felst annarsvegar í fullnaðarhönnun á rampi í gegnum sjóvarnargarðinn við Langasand niður á langasandi og hinsvegar endurhönnun sturtuaðstöðu á svæðinu. Frumhönnun rampsins er í vinningstillögu Sei studio og Landmótun frá hönnunarsamkeppninni um Langasand árið 2021.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00