Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógarhverfi 1. áfanga og einnar hæðar par- eða raðhúsalóðir Skógarhverfi 2. áfanga lausar til umsóknar. Um að ræða 12 fjölbýlishúsalóðir við Asparskóga sem tilheyra Skógahverfi 1. áfanga og 29 einnar hæðar par- eða raðhúsalóðir við Álfalund og Akralund sem tilheyra Skógarhverfi 2. áfanga. Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar. 

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupstaðar frá árinu 2015 en auglýsa skal nýjar lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram samkvæmt vinnureglum ef fleiri en einn sækir um hverja lóð. 

Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar um lóðirnar eru að finna hér, www.akranes.is/nyjarlodir

Sótt er um lóð í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar, www.ibuagatt.akranes.is. 
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2018.

Nýjar lóðir


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00