Fara í efni  

Aðgerðir Vegagerðarinnar um bætt öryggi í Hvalfjarðargöngunum

Bæjarstjórn Akraness ályktaði um umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngum á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn. Þar lýsti bæjarstjórnin yfir verulegum áhyggjum af stöðu öryggismála í göngunum einungis örfáum mánuðum eftir að Vegagerðin tók við rekstrinum og mönnuð vakt við göngin var lögð af. Ályktuninni var komið á framfæri við Vegagerðina og barst svar til Akraneskaupstaðar nú á dögunum.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fór vel yfir þau verkefni sem Vegagerðin hefur framkvæmt síðan hún tóku við rekstri ganganna og hvað væri framundan í endurbótum og lagfæringum í göngunum. Ber þá einna helst að nefna að myndavélum verður fjölgað til muna og farið verður yfir allt myndavélakerfið. Bætt verður við CO og NO2 mengunarnemum til að gera stjórnun loftræstingar öruggari. Einnig verður bætt við trekknema til mæla lofthraða í göngunum. Lokunarslá við gangamunna verður gerð meira áberandi og sett beggja vegna vegar ásamt því verður vegrið við gangenda lagfært þegar líður nær vori.  

Bæjarráð þakkar ítarlegt og gott svar frá Bergþóru Þorkelsdóttur. 
Svarbréfið er aðgengilegt hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00