Fara í efni  

Aðal- og deiliskipulag Garðaflói, deiliskipulag Grjótkelduflói og Höfðasel

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulags Garðaflóa, deiliskipulags Höfðasels og deiliskipulags Grjótkelduflóa, skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðal- og deiliskipulag Garðaflóa

 Fyrirhuguð Aðalskipulagsbreyting tekur til nýs deiliskipulags Garðaflóa um uppbyggingu athafnasvæðis. Umrætt svæði er u.þ.b. 51 hektari á stærð.

Deiliskipulag Höfðasel

Fyrirhugað nýtt skipulag tekur til núverandi iðnaðarsvæðis í Höfðaseli en núverandi skipulag á svæðinu hefur ekki lögformlegt gildi. Nýtt skipulag mun byggjast að hluta á gamla deiliskipulaginu og þeim breytingum.

Deiliskipulag Grjótkelduflóa

Fyrirhugað nýtt deiliskipulag tekur til rúmlega 71 hektara athafnasvæðis í Grjótkelduflóa og Kirkjutungu norðan Berjadalsár. Viðfangsefnið verður að skipuleggja stórt athafnasvæði AT-323, íþróttasvæði ÍÞ-325 og skógræktarsvæði SL-327.

Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4. Ábendingar varðandi Skipulagslýsingu eiga að vera skriflegar og berast fyrir 14. apríl 2023 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar

 

Skipulagslýsing Garðaflóa(viðhengi)

Skipulagslýsing Höfðasel(viðhengi)

Skipulagslýsing Grjótkelduflóa(viðhengi)


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00