15 verkefni frá Akranesi hlutu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands..
Alls bárust 126 umsóknir, veittir voru styrkir til 75 verkefna en í heildina var sótt um samanlagt um rúmlega 190 mkr.
Skagafólk fékk styrk úr hverjum flokki, í heildina 15 verkefni.
Atvinnu- og nýsköpunarstyrk hlaut fyrirtæki Skývafnir ehf sem hefur aðsetur á Breið. Það var Jón Orri Kristjánsson sem tók á móti 1.000.000kr styrk fyrir verkefninu Skýjabrú.
Stofn- og rekstrarstyrk menningar hlaut Verkstæðið menningarfélag sf. Það voru þær Sara Hjördís Blöndal og Ingibjörg Halldórsdóttir sem tóku á móti 1.000.000kr styrk fyrir menningarrýminu Verkstæðið.
Menningarstyrki hlutu 56 verkefni af 103 verkefnum sem sóttu um, þar af 13 verkefni frá Akranesi. Þetta er metaðsókn í heildar umsóknum og frá bæjarfélaginu okkar og fögnum við því gríðarlega. Alls var úthlutað 27.450.000 kr. í menningarverkefni á landshlutanum. Þess má geta að heimildarmyndahátíðin IceDocs fékk úthlutaðan hæsta menningarstyrk sjóðsins árið 2024. Eftirtalin verkefni frá Akranesi hlutu styrk:
- IceDocs / Iceland Documentary Film Festival, það var Ingibjörg Halldórsdóttir (Docfest ehf) sem tók á móti 2.200.000kr styrk.
- Í kirkjugarði, það var Heiðar Mar Björnsson (Muninn kvikmyndagerð ehf) sem tók á móti 1.000.000kr styrk.
- Skaginn syngur inn jólin 2024, það var Hlédís H. Sveinsdóttir (Eigið fé ehf) sem tók á móti 500.000kr styrk.
- Menningarstrætó, það var Lára Jóhanna Magnúsdóttir (Listfélag Akraness) sem tók á móti 500.000kr styrk.
- Hringiða, það var Erna Hafnes Magnúsdóttir (Listfélag Akraness) sem tók á móti 500.000kr styrk.
- Kalman listfélag, það var Björg Þórhallsdóttir (Kalman listfélag ehf) sem tók á móti 500.000kr styrk.
- List í safnhúsum, það var Sara Hjördís Blöndal (Byggðasafnið í Görðum) sem tók á móti 400.000kr styrk.
- Lífið, alheimurinn og allt saman, það voru Tinna Rós Þorsteinsdóttir og Sara Blöndal sem tóku á móti 400.000kr styrk.
- Írskar og Keltneskar perlur, það var Hanna Þóra Guðbrands (Menningarfélagið Bohéme) sem tók á móti 300.000kr styrk.
- Íslensk strandmenning – Staða hennar og framtíð, það var Sigurbjörg Árnadóttir (Vitafélagið – Íslensk strandmenning) sem tók á móti 300.000kr styrk.
- Tónlistarheimsóknir á Vesturlandi, það var Valgerður Jónsdóttir (Smiðjuloftið ehf) sem tók á móti 250.000kr styrk.
- „Kellingar skoða skólahald“, það var Guðbjörg Sæunn Árnadóttir sem tók á móti 250.000kr styrk.
- Óran Mór Celtic Music Concert, það var Pauline McCarthy (Félag nýrra Íslendinga) sem tók á móti 200.000kr styrk.
Það er mikið ánægjuefni að sjá hve blómlegt atvinnu- og menningarlífi á Vesturlandi er með öllum þessum fjölda umsókna og það er óhætt að segja að mörg áhugaverð og frábær verkefni eru komin í gang eða í þann mund að hefjast.
Hér má sjá heildar lista yfir þau verkefni sem fengu úthlutað styrki.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember