Fara í efni  

112 dagurinn á Akranesi

Eldvarnarfræðsla 3. bekkjar í nóvember sl.
Eldvarnarfræðsla 3. bekkjar í nóvember sl.

Þann 11. febrúar ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Á Akranesi verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar frá kl. 14-18. Fróðleg og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars kynning á starfi Slökkviliðsins og Björgunarfélags Akraness.  Lögreglan og sjúkraflutningsmenn verða á staðnum sem og einnig Rauði Krossinn sem mun kynna þjálfun í skyndihjálp.

Þá mun slökkviliðsstjórinn, Þráinn Ólafsson, afhenda verðlaun til nemanda í 3. bekk vegna getrauna í eldvarnarátakinu sem er ár hvert hjá þriðja bekk á vegum Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.

Húsið er öllum opið og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt í dagskránni. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00