Fara í efni  

Staða framkvæmda á Vesturgötu

Endurbygging Vesturgötu milli Stillholts og Merkigerðis hefur verið með stærri framkvæmdaverkefnum Akraneskaupstaðar í ár. Verkinu var skipt upp í tvo áfanga vegna umfang þess og er verkið komið langt á leið.

Samkvæmt tímaáætlun verktaka (sjá hér), Skóflunnar hf., er stefnt að því að malbikun 1. áfanga verði lokið þann 25. september næstkomandi ásamt því verða gangstéttar í sama áfanga lokið þann 18. október. Malbikum 2. áfanga á að vera lokið 26. október og gangstéttum í þeim áfanga 10. nóvember. Lenging á verktímanum kemur vegna ýmissa breytinga í verkinu og magnaukninga. Verktaki hefur eftir fremsta megni brugðist við því með lengri vinnudögum og lengri vinnuvikum. Óvissuþættir verksins eiga á þessum tímapunkti að vera að baki og á tímaáætlun verksins að standast í meginatriðum.  

Akraneskaupstaður sendir fasteignaeigendum á vinnusvæðinu kærar kveðjur fyrir skilning og þolinmæði á meðan þessi framkvæmd hefur staðið yfir.

Eldri fréttir um framkvæmdina:


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00