Fara í efni  

Framkvæmdir á Vesturgötu

Framkvæmdir við Vesturgötu er nú í fullum gangi. Um er að ræða sameiginlega framkvæmd Akraneskaupstaðar og Veitna ohf. Verkið er í grófum dráttum sett upp í tvo áfanga sem eru eftirfarandi:

Áfangi 1: ( í gangi )

 • Útrás við Ægisbraut vegna regnvatns, (framkvæmd lokið)
 • Endurnýjun heits vatns og kalds vatns í hluta Ægisbrautar, áætluð lok um miðjan júní.
 • Bráðabirgðatengingar á köldu vatni í Vesturgötu frá Háholti að Stillholti, áætluð lok fyrri part júní mánaðar.
 • Endurnýjun á kaldavatns-og skólplögn í Vesturgötu frá Háholti að Stillholti, áætluð lok um miðjan júlí.
 • Fullnaðarfrágangur á Vesturgötu frá Háholti að Stillholti, uppúrtekt, malarfylling og malbikun, áætluð lok um miðjan júlí.
 • Samhliða áfanga 1, verður unnið í heimtaugum norðan Vesturgötu frá Iðjustíg að Merkigerði.

Áfangi 2: ( hefst um miðjan júlí )

 • Unnið í heimtaugum norðan Vesturgötu, áætluð verklok í ágúst mánuði.
 • Endurnýjun á skólplögn og vatnslögn frá Iðjustíg að Merkigerði, áætluð verklok um miðjan september.
 • Fullnaðarfrágangur á Vesturgötu frá Iðjustíg að Merkigerði, uppúrtekt, malarfylling og malbikun, áætluð lok um miðjan september.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00