Fara í efni  

Skemmtileg dagskrá á Sjómannadaginn

Sunnudaginn 11. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Akranesi. Dagurinn hefst með minningarstund í kirkjugarðinum og í kjölfarið fer fram sjómannadagsmessa í Akraneskirkju. Að lokinni athöfn er lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna á Akratorgi. Frítt er í Akranesvita allan daginn og verða þar tveir viðburðir, annars vegar mun Slysavarnadeildin Líf afhenda Akraneskaupstað björgunarhringi að gjöf og hins vegar er opnun ljósmyndasýningar Hildar Björnsdóttur „Farið á fjörur". 

Meðal annarra dagskrárliða er dýfingakeppni Sjóbaðsfélags Akraness, dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni og fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu þar sem m.a. er boðið uppá róðrakeppni Gamla Kaupfélagsins, kassaklifur, vatnabolta og bátasmíði í boði Húsasmiðjunnar. Kaffisala Slysavarnardeildarinnar Líf er jafnframt á sínum stað. Vakin er athygli á því að frítt er í Jaðarsbakkalaug frá kl. 9-18.

Dagskráin fyrir daginn er í heild sinni hér í viðburðadagatali á akranes.is 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00