Sjómannadagurinn á Akranesi

Dagskrá sjómannadagsins á Akranesi

Kl. 9:00-18:00
Frítt í sund í Jaðarsbakkalaug.

Kl. 10:00
Minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarði.

Kl. 10:00-18:00  
Opið í Akranesvita. Ljósmyndasýning Hildar Björnsdóttur prýðir veggi vitans.

Kl. 11:00  
Sjómannadagsmessa, sjómaður heiðraður. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi að lokinni athöfn.

Kl. 12:00 
Opnun ljósmyndasýningar Hildar Björnsdóttur, Farið á fjörur, í Akranesvita.

Kl. 13:00-14:00
Dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni.

Kl. 13:30-16:30  
Kaffisala í Jónsbúð á vegum Slysavarnafélagsins Líf. Allir hjartanlega velkomnir.

Kl.14:00-16:00  
Fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu í samstarfi við Akraneskaupstað, Verkalýðsfélag Akraness, HB Granda, Faxaflóahafnir, Runólf Hallfreðsson ehf., Björgunarfélag Akraness og Fiskmarkað Íslands. Á boðstólnum verða m.a.: Róðrarkeppni Gamla Kaupfélagsins, þrautir fyrir börn, kassaklifur, furðufiskar, "ör-markaður" með sjávartengdar vörur og fleira. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar í heimsókn ef aðstæður leyfa og félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara verða sýnilegir á svæðinu.

   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður

    433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449