Fara í efni  

Samningur við Basalt arkitekta undirritaður

Frá vinstri: Perla Dís Kristinsdóttir frá Basalt, Davíð Rúnarsson frá Ísold, Hrólfur Karl Cela frá B…
Frá vinstri: Perla Dís Kristinsdóttir frá Basalt, Davíð Rúnarsson frá Ísold, Hrólfur Karl Cela frá Basalt, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri, Anna Sólveig Smáradóttir frá skipulags- og umhverfisráði, Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi.  

Samningur Akraneskaupstaðar og Ísoldar fasteignafélags ehf. við Basalt arkitekta ehf. vegna ráðgjafar við hönnun skipulags Jaðarsbakkasvæðisins var undirritaður í dag, miðvikudaginn 7. febrúar 2024.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að ganga til samninga við Basalt um ráðgjöf við deiliskipulagsgerð Jaðarsbakkasvæðisins, eftir að Basalt, ásamt þremur öðrum arkitektastofum, skiluðu af sér tillögum að frumhönnun Jaðarsbakkasvæðisins. Samningurinn við Basalt er mikilvægur hlekkur í deiliskipulagsgerð fyrir Jaðarsbakkasvæðið, en skipulagið mun byggja m.a. á fyrirliggjandi tillögu Basalt sem og þeirri stefnumótunarvinnu sem hefur verið unnin fyrir svæðið.

Nánari upplýsingar um verkefnið á Jaðarsbökkum má finna hér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00