Fara í efni  

Nýtt fimleikahús reist á Vesturgötu

Fimleikafélag Akraness.
Fimleikafélag Akraness.

Meirihluti fulltrúa bæjarráðs Akraness samþykkti á fundi sínum þann 16. mars síðastliðinn að fimleikahús verði reist við Íþróttahúsið á Vesturgötu og vísuðu ákvörðun ráðsins til samþykktar í bæjarstjórn. Fyrir lágu umsagnir skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs og var meirihluti fulltrúa þeirra ráða samþykkur staðsetningunni.

Bæjarráð lagði einnig til, samhliða ákvörðun um byggingu fimleikahúss á Vesturgötu, að stofnaður yrði starfshópur sem myndi hafa það hlutverk að marka stefnu í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum. Höfð verði til hliðsjónar sú mikla vinna sem hefur verið unnin af bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund ráðsins tillögu að erindisbréfi starfshópsins.


   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449