Fara í efni  

Bæjarráð

3305. fundur 16. mars 2017 kl. 08:15 - 11:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðara

2.Fundargerðir - Sorpurðun Vesturlands 2017

1703097

Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 8. mars 2017, grænt bókhald.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

106. mál um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis).
119. um orlof húsmæðra (afnám laganna).
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókanir um frumvörpin:

106. mál um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis).
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda athugasemdir í samræmi við tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 14. mars sl.
til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

119. um orlof húsmæðra (afnám laganna).
Bæjarráð styður frumvarp um afnám laganna um húsmæðraorlof.

4.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - aðalfundur 2017

1703073

Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður þann 24. mars næstkomandi á Grand hótel.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.

5.Aðalfundarboð 2017

1703088

Bæjarráð samþykkti þann 2. mars síðastliðinn að fulltrúar Akraneskaupstaðar á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði Ólafur Adolfsson, Sigríður Indriðadóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Hjálögð er dagskrá Landsþings.
Lagt fram.

6.Spölur - aðalfundur 2017

1703065

Fundarboð Spalar vegna aðalfunda Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sæki aðalfund Spalar.
Fylgiskjöl:

7.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi

1611077

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. mars síðastliðinn að senda tillögu skipulags- og umhverfisráðs um staðsetningu á fimleikahúsi til umsagnar skóla- og frístundaráðs. Hjálögð er umsögn ráðsins.
Ólafur Adolfsson leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

"Bæjarráð, að teknu tilliti til fyrirliggjandi umsagna skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs, samþykkir að fimleikahús verði reist á Vesturgötu."

Samþykkt 2:0 (Ingbjörg Valdimarsdóttir situr hjá).
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnafulltrúar taka heilshugar undir uppbyggingu fimleikahúss á Vesturgötu.

Ingibjörg Valdimarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir að brýnt sé að bæta aðstöðu fimleikafélagsins og fagnar því að ráðist verði í byggingu fimleikahúss. Samfylkingin á Akranesi vill hins vegar að uppbygging fimleikahúss verði á Jaðarsbökkum. Við tökum undir stjónarmið Íþróttabandalags Akraness um að byggja Jaðarsbakka upp sem íþróttamiðstöð Akraness og þar verði lífleg íþrótta- og menningarmiðstöð sem þjóni fjölbreyttum hópum með ólíkar þarfir. Samfylkingin á Akranesi telur að með byggingu fimleikahúss við Vesturgötu tefjist nauðsynleg uppbygging á Jaðarsbökkum og tækifæri til samnýtingar fjármagns glatist."

Bæjarráð leggur einróma til að samhliða ákvörðun um byggingu fimleikahúss á Vesturgötu verði stofnaður starfshópur sem hefur það hlutverk að marka stefnu í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum. Höfð verði til hliðsjónar sú mikla vinna sem hefur verið unnin af bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund ráðsins tillögu að erindisbréfi starfshópsins.

8.Hnefaleikafélagið - rými í nýju íþróttahúsi

1703089

Erindi Hnefaleikafélags Akraness/ÍA um aðstöðu félagsins í Íþrótthúsinu við Vesturgötu.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en ekki verður gert fyrir kjallara í uppbyggingu fimleikahúss á Vesturgötu.

9.Fyrirspurn um sölu Faxaflóahafna á eignum til Reykjavíkurborgar

1703025

Fyrirspurn frá LIBRA lögmönnum ehf. f.h. Ingólfs Árnasonar um sölu Faxaflóahafna sf. á lóðum til Reykjavíkurborgar á árinu 2015 ásamt svarbréfi Faxaflóahafna lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með tilliti til þeirra atriða í erindi LIBRA lögmanna sem lúta beint að Akraneskaupstað.

10.Bakkatún 30 - byggingarleyfi v/ viðbygging

1410205

Erindi frá Libra lögmönnum ehf f.h. Grenja ehf. og Þorgeir & Ellert hf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu og endurgreiðslu á gjöldum vegna viðbyggingar við Bakkatún 30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnsla málsins í samræmi við umræður á fundinum.

11.Fjólulundur 4 - Umsókn um byggingarlóð

1702198

Umsókn Önnu Bjarkar Nikulásdóttur um einbýlishúsalóð að Fjólulundi 4.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

12.Húsaleigusamningar - framleiga

1702159

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um breytingar á búsetu einstaklinga í búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir erindið.

13.Afmæli Akraneshafnar

1703110

Afmæli Akraneshafnar.
Bæjarráð samþykkir að senda minnisblað til stjórnar Faxaflóahafna þar sem vakin er athygli á 110 ára afmæli fyrstu opinberlegu hafnarframkvæmda á Akranesi.

14.Framleiðsla í Fjöliðjunni

1703111

Framleiðsla burðarpoka í Fjöliðjunni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs og forsvarmönnum Fjöliðjunnar á Akranesi að koma með tillögur um gerð fjölnota burðarpoka. Pokunum er ætlað að minnka notkun plastpoka og ekki síður að auka fjölbreytni í verkefnum Fjöliðjunnar.

Kostnaðaráætlun verði lögð fyrir bæjarráð eins fljótt og auðið er. Þar að auki verði lögð fram tillaga að markaðssetningu vörunnar þannig að hún komi að þeim notum sem til er ætlast.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00