Fara í efni  

Nýr leikskóli rís við Asparskóga – seinkun á framkvæmdum

Skóla-og frístundaráð Akraneskaupstaðar samþykkti meðfylgjandi bókun á fundi sínum þann 29. júní sl.

Í upphaflegum áætlunum um byggingu nýs leikskólahúsnæðis fyrir leikskólann Garðasel var gert ráð fyrir að allt starf leikskólans flyttist inn í nýja byggingu í ágúst 2022. Þegar fór að líða á framkvæmdatímann kom í ljós að seinkun yrði á framkvæmdunum sem skýrist af ýmsum orsökum. Þegar það lá fyrir voru gerðar ráðstafanir til þess að tvær deildar yrðu tilbúnar við upphaf starfs í ágúst 2022 og á þeim forsendum samþykkti skóla- og frístundaráð á 187. fundi sínum þann 22.3. að innrita börn fædd til og með júlí 2021 í leikskólana á Arkanesi. Þá var jafnframt bókað „Ef frekari tafir verða á byggingu leikskólans við Asparskóga er búið að tryggja leikskólastarfinu annað hentugt húsnæði þar til leikskólinn verður tekinn í notkun.“

Í byrjun maí var það ljóst að markmiðið um að tvær deildar yrðu tilbúnar við upphaf leikskólastarfs í ágúst, næðist ekki og var því hafist handa við að finna fullnægjandi húsnæði fyrir hóp úr leikskólanum til að brúa þann tíma frá því að starfið hefst í ágúst og þar til a.m.k. tvær deildar verða tilbúnar í nýja leikskólanum.

Besti kosturinn er talinn vera að fá aðgang að „Þekjunni“ sem er nýuppgert húsnæði, fyrir tuttugu og þrjú elstu börnin á leikskólanum, en Brekkubæjarskóli hefur nýtt rýmið fyrir frístundaheimili. Skólastjórnendur Brekkubæjarskóla hafa af mikilli velvild verið fús til samstarfs til þess að mæta þörfum leikskólans. 

Á síðustu dögum hefur verið unnið ötulega að því að ná samstarfi við verktaka við byggingu leikskólans um að hægt verði að opna tvær deildar í nýja leikskólanum um mánaðarmótin september / október og er talið fullvisst að það gangi eftir.

Stjórnendur í Garðaseli undirbúa nú að fullum krafti upphaf skólastarfs í ágúst og flutning í nýjan leikskóla. Í ágúst er gert ráð fyrir að skólinn starfi á tveimur starfsstöðvum og elsti árgangurinn fari tímabundið á Þekjuna en strax í október munu þau fara í nýja leikskólann. Þrátt fyrir nýjar aðstæður verður áfram lögð mikil áhersla á að það gæða leikskólastarf sem hefur einkennt starfið á Garðaseli hingað til.

 

Meðfylgjandi eru teikningar af nýja leikskólanum og lóðinni.

2003-leikskolinn-a-akranesi-302-grunnmynd-1-haedar.pdf

2003-leikskolinn-a-akranesi-303-grunnmynd-2-haedar.pdf

2003-leikskolinn-a-akranesi-304-grunnmynd-3-haedar.pdf

2003-leikskolinn-a-akranesi-306-utlit.pdf

2003-leikskolinn-a-akranesi-307-utlit.pdf

2003-leikskolinn-a-akranesi-308-utlit.pdf

20044_u-100_yfirlitsmynd-1-.pdf


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00