Fara í efni  

Írskir vetrardagar hefjast á morgun

Frá örnefnagöngu á Írskum vetrardögum 2016
Frá örnefnagöngu á Írskum vetrardögum 2016

Írskir vetrardagar verða haldnir 14.-18. mars og er það í þriðja sinn sem þeir eru haldnir. Á árinu 2015 ákvað Menningar- og safnanefnd kaupstaðarins að koma fram með þessa nýjung í menningarlífi Akraness. Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar, meðal annars í gegnum menningu, bókmenntir og tónlist. Hátíðin hefst á kvöldstund með Elly og Margréti Blöndal í Stúkuhúsinu miðvikudagskvöldið kl. 20 og á sama tíma stíga nemendur FVA og tónlistarskólans á stokk í Bíóhöllinni með Slá í gegn. Meðal þess sem er á boðstólnum í ár er fyrirlestur Sólveigar Jónsdóttur, Frændur eða fjendur? en þar ber hún saman sjálfstæðisbaráttu og þjóðernishyggju Íslands og Írlands. Í fyrstu virðast þjóðirnar tvær ekki eiga margt sameiginlegt í þessum efnum en þjóðirnar fetuðu þessa leið á svipuðum tíma og oftar en ekki voru stór skref stigin svo til samtímis á Íslandi og á Írlandi á leið til sjálfstæðis. Auk þessa verður á boðstólnum örnefnagöngutúr með starfsfólki Landmælinga, kvöldvökur á Gamla Kaupfélaginu, írsk fiskisúpa hjá Café Kaja, írskar bókmenntir í öndvegi á bókasafni og fleiri sýningar á Slá í gegn í bíóhöllinni. 

Nánari upplýsingar eru í viðburðadagatali á heimasíðu Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00