Verum klár í sumar! Forvarnarmolar til foreldra fyrir sumarið 2025
Framundan er sumarið með öllum sínum ævintýrum. Í sumarfríi skólanna breytist dagskipulagið hjá börnunum
okkar, ný verkefni taka við og gott er að hafa í huga að foreldraábyrgðin er upp í 18 ára aldur og fer ekki í sumarfrí.
Góður árangur í forvarnarstarfi síðustu áratuga hefur meðal annars náðst með samstöðu foreldra þ.e. að foreldrar
tali saman, leyfi ekki eftirlitslaus samkvæmi og virði lög um aldurstakmörk varðandi áfengi, vímuefni,
nikótínnotkun og útivistartíma.
Aðhald og mörk í uppeldinu alveg frá fæðingu barns eru afar mikilvæg. Rannsóknir
hafa sýnt að verndandi þættir í lífi barna og unglinga eru m.a. samverustundir fjölskyldunnar, að foreldrar fylgist
með hvað börn þeirra eru að gera, hvar þau eru og með hverjum, þekki vini barna sinna og foreldra þeirra.
Mikilvægt er að foreldrar unglinga taki samtalið við börnin sín um heilbrigð sambönd, samþykki og mörk.
Jafnframt er verndandi að börn og unglingar séu í virkni s.s. skóla/vinnu og taki þátt í skipulögðu frístundastarfi.
Síðustu árin hefur því miður orðið bakslag, bæði hvað varðar utanumhald foreldra auk þess sem neysla vímuefna er
að aukast og ofbeldi fer vaxandi.
Við viljum hvetja foreldra til að vera klár á mikilvægi þess að taka höndum saman, standa vörð um fyrrgreinda
verndandi þætti og virða aldurstakmarkanir.
Bæjarhátíðir t.d. Írskir dagar og Menningarnótt eru ekki ætluð eftirlitslausum börnum og unglingum. Þegar kemur
að félags- og skemmtanalífi ungmenna gegna foreldrar lykilhlutverki, bæði sem fyrirmyndir og eftirlitsaðilar. Börn
sem alast upp við markaleysi eiga sjálf erfitt með að setja sjálfum sér og öðrum mörk. Rannsóknir hafa sýnt fram á
mikilvægi þess að foreldrar séu leiðandi í sínu hlutverki, setji skýr mörk og ræði til dæmis við þau hvenær og
hvernig þau koma heim til sín á kvöldin.
Mikilvægt er að fylgja reglum og koma sér saman um viðmið um snjalltækja- og tölvunotkun barna. Aldurstakmark á
samfélagsmiðlum er minnst 13 ára. Með því að virða aldurstakmörk er hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða
upplifi eitthvað sem gæti haft slæm áhrif á þau. Leyfum börnum á öllum aldri að taka þátt í ævintýrum sumarsins
með okkur, verum með þeim, ræðum við þau og takmörkum skjánotkun. Þau eru oft lengra komin í tækninni en við
hin fullorðnu, til að mynda geta staðsetningarforrit veitt falskt öryggi þar sem hægt er að frysta staðsetningu.
Öll þurfum við að upplifa að við séum mikilvæg, að einhverjum þyki vænt um okkur og að það skipti máli hvernig
okkur líði.
Verum öll klár í sumar
Tökum höndum saman, látum okkur málin varða og verðum öll riddarar kærleikans.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember