Fara í efni  

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar manna vaktir í Grindavík

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur mannað vaktir í þrjá daga í Grindavík með öðrum viðbragðsaðilum víða af landinu. Síðastliðinn laugardag fór slökkviliðið í sína þriðju ferð á svæðið að veita aðstoð.

Þau verkefni sem Slökkviliði hefur sinnt á svæðinu eru t.d verðmætabjörgun af heimilum fólks og fyrirtækjum ásamt því að sinna vakt slökkviliðs á svæðinu.

Sigurður Þór Elísson Varðstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar sagði það aldrei hafa verið nein spurning þegar kallið kom.

"Þegar kallið kom frá Grindavík um aðstoð þá var þetta aldrei spurning - Brugðist hratt við og tæki mönnuð, og af stað. Við erum öll almannavarnir!".

Við fögnum óeigingjörnu og mikilvægu starfi slökkviliðsins okkar og sendum áfram okkar bestu kveðjur til Grindavíkur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00